Moska rís í Kaupmannahöfn

Múslimi les Kóraninn.
Múslimi les Kóraninn. Reuters

Mikill meirihluti borgarfulltrúa í Kaupmannahöfn samþykkti í dag að blá moska með hvolfþaki rísi í borginni. „Í Kaupmannahöfn er dómkirkja, rússnesk kirkja, bænahús gyðinga og auðvitað eigum við líka að hafa mosku,“ segir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar.

Moskan er sú fyrsta í Kaupmannahöfn og verður hún byggð af samtökum sjíta á fyrrverandi iðnaðarsvæði í norðuvesturhluta borgarinnar. 24 metra hátt hvolfþak mun prýða moskuna auk tveggja 32 metra hárra mínaretta. Þær munu þó aðeins verða táknræns eðlis þar sem ekki verður bænakall úr mínrettunum. Moskan verður fjármögnuð með einkaframlagi og mun kosta 40-50 milljónir danskra króna.

„Við vonumst til að þessi ákvörðun verði til að sýna að Kaupmannahöfn er borg fjölbreytileika,“ sagði Klaus Bondam, varaborgarstjóri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert