Áleitnar spurningar um mannrán

Bakgarðurinn heima hjá Phillip Garrido þar sem hann hélt Jaycee …
Bakgarðurinn heima hjá Phillip Garrido þar sem hann hélt Jaycee Dugard fanginni og tveimur dætrum hennar. Hann rændi Jaycee árið 1991 þegar hún var 11 ára. Reuters

Spurningar um hvernig maður í Kaliforníu gat falið stúlku, sem hann hafði rænt, í 18 ár og tvær dætur hennar gerast nú æ áleitnari í Bandaríkjunum. Þetta tókst honum þrátt fyrir að nágrannar hans hafi bent á að ekki væri allt með felldu hjá honum.

Meðan fjölmennt lögreglulið grandskoðaði hvern krók og kima á heimili Phillip Garrido, 58 ára, og konu hans Nancy, 54 ára,  spurðu Bandaríkjamenn sig að því hvers vegna lögreglan fór ekki eftir ábendingum um að eitthvað dularfullt væri á seyði í húsi Garrido hjónanna.

Jaycee Lee Dugard kom fram í dagsljósið síðastliðinn miðvikudag 18 árum eftir að henni var rænt nálægt heimili sínu árið 1991. Þá var hún 11 ára. 

Henni hafði verið haldið í kofum og tjöldum í því sem lögreglan hefur lýst sem bakgarði innan bakgarðsins við heimili Garrido fjölskyldunnar í Antiokkíu um 80 km austur af San Francisco.

Lögreglan rannsakaði húsi í dag í tengslum við morð á vændiskonum á 10. áratug síðustu aldar. Lík fundust nálægt þáverandi vinnustað Garridos, að sögn dagblaðsins San Francisco Chronicle. 

Margir eru spyrjandi fyrir því hvers vegna svo langur tími leið áður en hvarf Jaycee var upplýst, jafnvel eftir að nágrannar Garrido hjónanna létu lögreglu vita að svo virtist sem börn byggju í tjöldum í bakgarði hússins. Aðrir nágrannar þeirra segjast aldrei hafa orðið varir við neitt grunsamlegt.

Lögreglan í Contra Costa sýslu viðurkenndi í gær að henni hefði borist ábending í nóvember árið 2006 en ekki fylgt henni eftir.

Warren Rupf lögreglustjóri sendi frá sér afsökunarbeiðni og sagði að lögreglumenn hörmuðu þau mistök að hafa ekki flett ofan af glæpum Garridos fyrr.

Nágrannar létu lögreglu vita árið 2006 að ekki væri allt …
Nágrannar létu lögreglu vita árið 2006 að ekki væri allt með felldu í húsi Garrido hjónanna. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert