Segir hernaðaráætlunina í Afganistan ekki ganga upp

Vopnaður hermaður stendur vaktina í Afganistan.
Vopnaður hermaður stendur vaktina í Afganistan. Reuters

Yfirmaður herafla Bandaríkjamanna og NATO í Afganistan hvetur til þess, að breytt verði um hernaðaráætlun í stríðinu gegn uppreisnarmönnum talibana í Afganistan þar sem núverandi stefna skili ekki árangri. Hershöfðinginn segir að ástandið í landinu sé alvarlegt en hægt sé að ná þar árangri.  

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, að hershöfðinginn Stanley McChrystal líki ástandinu við nautaat, þar sem Bandaríkjaher sé í hlutverki nautsins sem æði í áttina að nautabananum (talibönum). Það missi svo mátt í hvert sinn sem nautabaninn særi það með sverði.

Þá kemur fram að talið sé að eitt að mikilvægustu atriðum í skýrslu McChrystal sé að halda verði verndarhendi yfir almenningi í Afganistan. Einnig kemur fram ekki verði kallað eftir því að hermönnum verði fjölgað í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert