Ítalir vilja að ESB fordæmi Aftonbladet

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, hefur í símaviðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz lýst því yfir að hann ætli að krefjast þess að Evrópusambandið, ESB, fordæmi grein í sænska blaðinu Aftonbladet um meinta sölu ísraelskra hermanna á líffærum úr föllnum Palestínumönnum.

Frattini, sem er flokksbróðir Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu, vill að á fundi utanríkisráðherra ESB, sem haldinn verður í Stokkhólmi á föstudag og laugardag, verði samin ályktun þar sem hvers kyns gyðingahatur sé fordæmt.

Frattini segir í viðtalinu að hann og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hafi á síðasta fundi sínum verið sammála um að utanríkisráðherrar ESB eigi að fordæma gyðingahatur á fundinum í Stokkhólmi.

Samkvæmt frétt á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter kveðst Bildt ekki hafa rætt við ítalska utanríkisráðherrann um ágreining ísraelskra og sænskra stjórnvalda vegna greinarinnar í Aftonbladet.

Sænsk stjórnvöld hafa neitað að fordæma blaðagreinina og vísa í ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækurnar að vestan í afmælisgjafir!
Hornstrandabækurnar allar 5 í pakka 7,500 Hjólabækurnar allar 5 í pakka 7,500 ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...