Ítalir vilja að ESB fordæmi Aftonbladet

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Reuters

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, hefur í símaviðtali við ísraelska dagblaðið Haaretz lýst því yfir að hann ætli að krefjast þess að Evrópusambandið, ESB, fordæmi grein í sænska blaðinu Aftonbladet um meinta sölu ísraelskra hermanna á líffærum úr föllnum Palestínumönnum.

Frattini, sem er flokksbróðir Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu, vill að á fundi utanríkisráðherra ESB, sem haldinn verður í Stokkhólmi á föstudag og laugardag, verði samin ályktun þar sem hvers kyns gyðingahatur sé fordæmt.

Frattini segir í viðtalinu að hann og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hafi á síðasta fundi sínum verið sammála um að utanríkisráðherrar ESB eigi að fordæma gyðingahatur á fundinum í Stokkhólmi.

Samkvæmt frétt á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter kveðst Bildt ekki hafa rætt við ítalska utanríkisráðherrann um ágreining ísraelskra og sænskra stjórnvalda vegna greinarinnar í Aftonbladet.

Sænsk stjórnvöld hafa neitað að fordæma blaðagreinina og vísa í ákvæði í stjórnarskránni um tjáningarfrelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Dekkjavélar
Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkj...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar O?Fram
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...