Fimm börnum bjargað úr kynlífsþrælkun

Lögregla á Bretlandseyjum hefur bjargað fimm börnum, á aldrinum 7 til 13 ára, sem haldið var í kynlífsþrælkun. Var börnunum misþyrmt reglulega og myndir af misþyrmingunum birtar á netinu.

Að sögn Sky fréttastofunnar fundust þrjú af börnunum í Skotlandi en tvö á Englandi. Segir Sky að börnin hafi sætt daglegum misþyrmingum. Öll eru þau nú undir handleiðslu sálfræðinga.

Haft er eftir lögreglu, að nokkrir hafi verið handteknir í tengslum við málin og er verið að undirbúa dómsmál á hendur þeim.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert