Hægriflokkum spáð sigri í Noregi

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, ræðir við kjósanda.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, ræðir við kjósanda. Reuters

Útlit er fyrir að hægriflokkarnir í Noregi fái meirihluta á þingi landsins í kosningum  í næstu viku, ef marka má tvær skoðanakannanir sem birtar voru í dag.

Í báðum könnununum er hægriflokkunum spáð 89 þingsætum af 169. Í könnun sem sjónvarpsstöðin TV2 birti í lok ágúst var vinstriflokkunum spáð naumum meirihluta, eða 82 sætum.

Könnun sem Nationen og Klassekampen birtu í dag bendir til þess að Verkamannaflokkurinn fái 33,3% fylgi, Framfaraflokkurinn 24,8% og Hægriflokkurinn 14,9%. Fylgi flokkanna er svipað í könnun sem blaðið VG birti í dag.

Útlit er því fyrir að stjórn Verkamannaflokksins, Sósíalíska vinstriflokksins og Miðflokksins missi meirihluta sinn í kosningunum á þriðjudaginn í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Til sölu Man
Til sölu Man 26-440 árg 2012, ekin 300.000 km. Bíll í topp standi. Hjólabil 51...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
BEYGJANLEGUR HARÐVIÐUR
T.d. á hringstiga og annað bogið, http://www.youtube.com/watch?v=Xh2eO_RaxnQ www...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...