Berlusconi: Ítalir vilja vera eins og ég

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Reuters

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að meirihluti landsmanna styddi hann þrátt fyrir ásakanir um að hann hefði verið í tygjum við ungar konur og hegðað sér ósæmilega. „Flestir Ítalir vilja vera eins og ég og styðja mig,“ sagði Berlusconi, sem er orðinn 72 ára.

„Ítalir eru ekki heimskir, eins og vinstrimenn halda, og þeir vilja frekar stjórnina mína,“ bætti Berlusconi við. „Lítið bara á skoðanakannanirnar, við njótum stuðnings nær 70% Ítala.“

Berlusconi hefur m.a. verið gagnrýndur fyrir að mæta í afmælisveislu átján ára fyrirsætu en hann sagði í sjónvarpsviðtalinu að ekkert „spennandi“ hefði gerst í veislunni. Hann kvaðst ekki muna til þess að Patrizia D'Addario, 42 ára vændiskona, hefði eytt nótt með honum í embættisbústað hans í Róm.

Forsætisráðherrann sagði að ásakanir um skort á fjölmiðlafrelsi á Ítalíu væru „brandari“ sem rekja mætti til „kommúnista og kaþólskra kommúnista sem stjórna 90% af dagblöðunum“. „Ef einhver hætta er á ferðum er það vegna árásarinnar á réttinn til einkalífs.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert