Stærðin sögð skipta máli fyrir Sarkozy

Nicolas Sarkozy með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Nicolas Sarkozy með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Reuters

Stjórnarandstaðan í Frakklandi hæddist í dag að Nicolas Sarkozy, forseta landsins, eftir að skýrt var frá því að embættismenn hans hefðu beðið yfirmenn verksmiðju um að láta aðeins smávaxna starfsmenn standa á bak við hann þegar hann flutti þar ræðu nýlega. Franskur verkalýðsforingi fullyrti þetta en talsmaður Sarkozy neitaði fréttinni, sagði hana „fáránlega“.

Sarkozy er 1,65 metrar á hæð og enginn starfsmannanna, sem stóðu á bak við hann, var áberandi stærri en hann. Þeirra á meðal var kona sem staðfesti í viðtali við belgíska sjónvarpsstöð að hún hefði verið valin vegna þess að hún væri smærri en forsetinn. Frétt belgísku sjónvarpsstöðvarinnar hefur verið dreift á netinu og vakið mikla athygli í Frakklandi.

Hermt er að stærðin sé mjög viðkvæmt mál fyrir Sarkozy og hann hafi beitt ýmsum ráðum til að sýnast stærri, til að mynda notað skó með þykka sóla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert