Mjótt á mununum í Noregi

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur á kosningavöku flokksins ...
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur á kosningavöku flokksins í kvöld. Reuters

Mjótt er á mununum í Noregi þar sem þingkosningar fóru fram í dag. Þegar búið var að telja helming atkvæða benti þó allt til þess, að rauðgræna ríkisstjórnin svonefnda myndi halda velli og fá 85-86 þingsæti en stjórnarandstöðuflokkarnir 83-84 þingsæti.

Þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn hafði Verkamannaflokkurinn fengið 35,2% atkvæða,  Sósíalíski vinstriflokkurinn 6,1% og Miðflokkurinn 6,4%. Þessir þrír flokkar hafa myndað meirihlutastjórn í Noregi undanfarin fjögur ár og stefna að áframhaldandi samstarfi.

Framfaraflokkurinn hafði fengið 22,9% atkvæða, Hægriflokkurinn 17,4%, Kristilegi  þjóðarflokkurinn 5,4%, Vinstriflokkurinn  4% og Rauði flokkurinn 1,3%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

JEMA Flottar lyftur i bílskúrinn og víðar.
Eigum nokkrar af þessum 1 metra lyftum 2,8 tonna, sama verð 235.000+vsk , meðfæ...
Styttur eftir Miðdal til sölu
Til sölu styttur eftir Guðmund frá Miðdal, Sólskríkjur Maríuerlur. Músarri...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...