Börnin vildu slátra lambinu Markúsi

Reuters

Bresk skólabörn á aldrinum 6 til 11 ára vildu láta slátra lambinu Markúsi sem þau höfðu fóstrað í eina önn. Dýravinir, foreldrar og ýmsir frægir einstaklingar eru æfir vegna ákvörðunar barnanna.

Börnin, sem ganga í skóla í Kent í Englandi, áttu að læra að hirða um dýr og fóðra þau. Þáttur í  búskap er að senda dýr til slátrunar og það virðast börnin hafa lært. Þrettán þeirra greiddu atkvæði með því að lambinu yrði slátrað en eitt greiddi atkvæði á móti.

Lambinu var slátrað á mánudaginn. Gert var ráð fyrir því að grísir yrðu keyptir fyrir greiðsluna sem fékkst fyrir lambið en nú hefur sú áætlun verið lögð til hliðar vegna mótmælanna. Skóla barnanna hafa meira að segja borist hótanir vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert