AGS: Meiri stuðning fyrir fátæk ríki

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hvetur til stuðnings við fátæk ríki
Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hvetur til stuðnings við fátæk ríki Reuters

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, hvatti til þess í dag að fátækum ríkjum yrði veittur meiri stuðningur til þess að takast á við afleiðingar alþjóðlegu efnahagskreppunnar. 

„Við verðum að tryggja að hvers konar bati í heiminum renni einnig til fátæku ríkjanna. Þessi ríki eru í sárri þörf fyrir fjárhagsstuðning til þess að gefa þeim möguleika á að takast á við kreppuna," sagði Strauss-Kahn í ræðu sem hann flutti í Washington í dag.

Hann segir að þessi ríki þurfi á um 55 milljarða dala stuðningi að halda í ár og á næsta ári. Telur Strauss-Kahn að AGS geti útvegað um þriðjung af þessari aðstoð. En fleiri verði að koma að aðstoðinni. 

Minnti hann þar á samþykkt G-8 ríkjanna frá því í Gleneagles í Skotlandi árið 2005. En þá samþykktu Bretland, Bandaríkin, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan, Þýskaland og Rússland að tvöfalda aðstoð sína við fátæk ríki Afríku árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert