Hætt við eldflaugastöðvar

Wall Street Journal greinir frá því að bandarísk stjórnvöld hafi ákveðið að hætta við að setja upp varnareldflaugar í Austur-Evrópu. Rússar telja það vera „góðar fréttir“, að því er AFP fréttastofan hefur eftir rússneskum embættismanni.

Wall Street Journal segir að yfirvöld í Washington ætli að leggja áform um eldflaugastöðvar í Póllandi og Tékklandi á hilluna. Áætlanir um eldflaugastöðvarnar ollu mikilli spennu milli Rússa og Bandaríkjamanna. 

„Ef Bandaríkin ætla raunverulega að hætta við áform sín um að setja upp stöðvar varnareldflauga í Póllandi og Tékklandi, þá eru það auðvitað góðar fréttir,“ sagði heimildarmaður í rússneska utanríkisráðuneytinu við Interfax fréttastofuna.

Wall Street Journal segir að ákvörðunin verði tilkynnt eftir að 60 daga endurskoðun sem Barack Obama forseti fyrirskipaði. Hann snýr því við áætlunum forvera síns George W. Bush.

„Við væntum þess að  áhyggjur okkar verði teknar til greina í endurskoðuninni,“ sagði heimildarmaðurinn við Interfax.

Stjórnvöld í Moskvu lýstu oft óánægju sinni með áformin og sögðu að eldflaugastöðvarnar ógnuðu þjóðaröryggi Rússa. Málið setti strik í reikning annars batnandi samskipta þjóðanna.

Bandaríkjamenn höfðu sagt að áform þeirra um að byggja ratsjárstöð í Tékklandi og að setja upp varnareldflaugar í Póllandi væru til að bregðast við eldflaugaógn frá löndum á borð við Íran.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Húsnæði óskast til leigu
Hjón á sextugsaldri óska eftir góðu húsnæði með a.m.k. þremur svefnherbergjum. L...
GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Nudd Down Town Reykjavik, S. 6959434, Alima...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...