Evrópusambandið fordæmir ummæli Ahmadinejads

Mahmoud Ahmadinejad.
Mahmoud Ahmadinejad. Reuters

Evrópusambandið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem fordæmd eru ummæli sem Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lét falla í síðustu viku en hann sagði í ræðu að helför gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni væri uppspuni.

„Forsæti Evrópusambandsins fordæmir yfirlýsingar, sem Ahmadinejad forseti lét falla á útifundi í Teheran þar sem hann ítrekaði að hann hafnaði helförinni og tilvistarrétti Ísraelsríkis," segir í yfirlýsingunni.

„Slíkar yfirlýsingar ýta undir gyðingahatur og hatur almennt. Við hvetjum leiðtoga íslamska lýðveldisins Írans að leggja með uppbyggilegum hætti sitt að mörkum til að stuðla að friði og öryggi í Miðausturlöndum.  

Ahmadinejad hefur áður viðhaft svipuð ummæli og þau hafa alltaf verið fordæmd á alþjóðavettvangi. Forseti Írans er væntanlegur til New York í vikunni þar sem hann mun ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Ukulele
...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...