Dæmdir til dauða fyrir morð á albínóa

Dómstóll í norðvesturhluta Afríkuríkisins Tanzanía hefur dæmt þrjá karlmenn til dauða með hengingu fyrir morð þeirra á 14 ára gömlum strák sem var albínói. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Í Tanzaníu er hefð fyrir því að töfralæknar notist við líkamsparta albínóa til þess að búa til töfraseyði sem tryggja á þá sem það drekkja auðsæld . Á sl. árum hefur morðum á albínóum fjölgað til muna. Allnokkrir hafa verið handteknir, en sökum þess hversu svifaseint dómskerfið í landinu er hefur enginn hlotið dóm þar til núna.

Að minnsta kosti fimmtíu morðmál, þar sem fórnarlambið var albínói, bíða þess að vera dómtekin.

Stjórnvöld landsins hafa gefið út yfirlýsingu þess efnis að þau vilji reyna að stöðva þessa tegund morða. Í mars sl. hvatti Jakaya Kikwete, forseti landsins, samlanda sína til þess að setja sig í samband við lögregluna vissu þeir eitthvað um morð á albínóum.

Í júlí sl. dæmdi dómstoll í nágrannaríkinu Búrúndí níu manns fyrir morð á albínóum, en líkamspartar fórnarlambanna höfðu verið seldir til Tanzaníu. 

Áætlað er að um 17 þúsund íbúar Tanzaníu séu albínóar, en þá skortir litarefni með þeim afleiðingum að húð þeirra verður mjög föl á lit.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert