Foreldrar Madeleine aftur til Portúgal

Veggspjald frá McCann hjónunum, sem sýnir hvernig dóttir þeirra Madeleine ...
Veggspjald frá McCann hjónunum, sem sýnir hvernig dóttir þeirra Madeleine gæti litið út í dag. HO

Foreldrar hinnar horfnu Madeleine McCann fóru aftur til Portúgal í dag, í dagsferð, til viðræðna við lögfræðinga sína og ráðgjafa, í þeirri viðleitni að halda leitinni að dóttur sinni áfram. En eins og þekkt er orðið hvarf Madeleine litla fyrir tveimur arum, þann 3. maí 2007 þá nær fjögurra ára, þegar fjölskyldan var í sumarleyfi á Algarve í Portúgal.

Gerry McCann faðir Madeleine sagði þau hjónin leita leiða til að halda áfram leitinni að Madeleine í Portúgal.

“Yfirvöld hafa sagt að það sé engar sannanir þess efnis að Madeleine sé látin og þá séu heldur engar sannanir sem bendi til okkar. Frá okkur séð, þá er það sem skiptir mestu máli að Madeleine er líklega lifandi og einhvers staðar þarna úti og við erum að biðja fólk að hjálpa okkur að halda leitinni áfram.”

Gerry sagði þau vilja vinna með yfirvöldum að leitinni og þau þráðu að finna sönnunargögn sem gætu opnað málið á ný. Leitinni yrði þó haldið áfram hvort sem þau sönnunargögn finndust eður ei.

Kate, móðir Madeleine, sem var að koma aftur til Portúgals í fyrsta skipti eftir hvarf hennar, sagði þau staðráðin í að láta ekki alla orku sem hafi farið í leitina verða að engu. Hún sagði daginn mikilvægan fyrir þau og leitina að Madeleine því þau vilji hraða leitinni og þetta gæti verið vendipunktur í þeirri viðleitni. Þau eina sem þau vildu væri að finna Madeleine, sama hvort það þýddi að málið yrði opnað aftur eða ekki.  

Madeleine hefur aldrei fundist, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn af hálfu bæði portúgölsku og bresku lögreglunnar, auk þess sem mál horfnu stúlkunnar hefur fengið gríðarlega umfjöllun í fjölmiðlum á heimsvísu.

Lögreglan í Portúgal hefur hætt rannsókn málsins en hjónin hafa sjálf ráðið sér fólk til að rannsaka málið og biðla til almennings um upplýsingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
Ukulele
...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...