Sagði af sér vegna umdeilds myndskeiðs

Karen og August í myndskeiðinu.
Karen og August í myndskeiðinu.

Dorte Kiilerich, framkvæmdastjóri dönsku ferðamálastofnunarinnar VisitDenmark, sagði af sér í kvöld vegna umdeilds myndskeiðs, sem birtist á samskiptavefnum YouTube nýlega að undirlagi stofnunarinnar.

Í myndskeiðinu sást ung  kona sitja með lítinn dreng. Á ensku  sagðist hún vera að leita að föður drengsins, útlendingi sem hún sagðist hafa hitt á góðri stund í Nýhöfn í Kaupmannahöfn. „Ég man ekki hvaðan þú ert, ég man ekki einu sinni hvað þú heitir," segir konan, sem sagðist heita Karen og drengurinn hennar héti August. 

Í ljós kom hins vegar, að konan er leikkona og um var að ræða auglýsingabrellu sem átti að vekja athygli á hinni glöðu og frjálsu Danmörku. Mikil reiði braust út í landinu þegar þetta var ljóst. VisitDanmark neyddist til að fjarlægja myndskeiðið af netinu og danskir ráðherrar blönduðu sér í málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert