Spánn auðveldar fóstureyðingar

Kaþólska kirkjan telur fóstureyðingar alvarlega synd.
Kaþólska kirkjan telur fóstureyðingar alvarlega synd. AP

Stjórn sósíalista á Spáni hefur nú lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fóstureyðingar, sem miðar það því að þær verði gerðar aðgengilegri en nú er. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að berjast hart gegn frumvarpinu og segir það ekki muni njóta víðtæks stuðnings í spænsku samfélagi. Kaþólska kirkjan hefur einnig lagst hart gegn frumvarpinu og boðar til mótmælafundar gegn fóstureyðingum, í Madrid í  næsta mánuði.

Hafa stjórnarliðar sagt að frumvarpið snúist um rétt kvenna og virðingu fyrir konum á meðan stjórnarandstæðingar telja hættu á að ungt fólk noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn.

Samkvæmt frumvarpinu yrði nú í fyrsta skipti hægt að fá fóstureyðingu þegar hennar er óskað á fyrstu fjórtán vikum meðgöngu. Þá væru stúlkum allt niður í sextán ára leyft að óska eftir fóstureyðingu án samþykkis foreldra.

Samkvæmt núgildandi lögum á Spáni eru fóstureyðingar aðeins leyfðar við þrenns konar aðstæður - eftir þungun af völdum nauðgunar, þegar genagalli finnst í fóstri og þegar meðganga er talin stofna heilsu móður í hættu. Þó lögin virðist ströng eru þau ekki sögð virka þannig í reynd, en margar spænskar konur hafi t.d. fengið samþykkta fóstureyðingu á grundvelli þess að meðgangan gæti verið hættuleg andlegri heilsu þeirra.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert