Há dánartíðni við landamæri Mexíkó

Þjóðvarðliðar við landamæri Mexíkó.
Þjóðvarðliðar við landamæri Mexíkó. AP

Yfir 6.000 manns hafa látist við að reyna að komast ólöglega yfir landamærin á milli Mexíkó og Bandaríkjanna á síðustu 15 árum að sögn bandarískra mannréttindasamtaka. Samtökin hafa krafist þess að nágrannaríkin lýsi yfir hættu á mannlegum hörmungum og að stefnubreyting verði til að fækka dauðsföllum.

„Núverandi stefna beggja megin landamæranna hafa valdið mannlegum hörmungum og leitt til dauða þúsunda,“ sagði Kevin Keenan, framkvæmdastjóri American Civil Liberties Union (ACLU). Tölur varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sýna að 3.861 hafi dáið við að ryena að komast yfir. 

Aðgerðir eins og „Operation Gatekeeper“ sem bandaríska landamæragæslan beitir við landmæri í þéttbýli hefur að sögn ACLU endað með því að mun fleiri ólöglegir innflytjendur reyni að komast yfir landamærin í óbyggðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert