Obama og Medvedev eru ánægðir

Dimitry Medvedev, forseti Rússlands, og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna lýsa nú yfir sameiginlegri ánægju sinni með viðræðurnar sem farið hafa fram í kjarnorkumálum Írans.

Fulltrúar Rússlands, Bandaríkjanna, Frakklands og Írans ræddu kjarnorkuáætlanir Írana  í  Vín í Austurríki í síðustu viku, en í dag ræddust þeir Medvedev og Obama við í síma og voru ánægðir með útkomu viðræðnanna.

Frakkland, Rússland og Bandaríkin hafa öll ákveðið að styðja tillögu sem kom til eftir viðræðurnar í síðustu viku. Samkvæmt þeirri tillögu munu Rússar auðga það úran sem Íranar þurfa, til að starfrækja kjarnaofn í tilraunaskyni. Íranar munu þá ekki sjálfir auðga úranið.

Yfirvöld í Teheran hafa lýst því yfir að þau muni bregðast við þessu tilboði í næstu viku.

Barack Obama og Dimitry Medvedev eftir fund í Kreml fyrir …
Barack Obama og Dimitry Medvedev eftir fund í Kreml fyrir nokkru síðan. GRIGORY DUKOR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert