Gordon Brown lofar hagvexti

Gordon Brown, fyrir utan Downingstræti 10.
Gordon Brown, fyrir utan Downingstræti 10. ANDREW WINNING

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú lofað því að hagvöxtur snúi aftur í Bretlandi um áramótin. Þetta eru viðbrögð hans við fréttum af því að Bretland sé enn, formlega, í samdrætti. Þetta kom fram í belgvarpi (podcast) sem hann sendi frá sér inn á vef forsætisráðuneytisins.

Þar segir Brown að enn séu erfiðir timar, en að baráttan við það að koma í veg fyrir að ,,Kreppan mikla” sneri aftur sé unnin. Hann hét einnig að ráðast gegn ofurlaunum bankamanna og ósvífnum aðgerðum greiðslukortafyrirtækja. Sagði hann að þau ættu að hætta að hækka vexti á skuldir fólks án skýringa, að gefa út tilhæfulausa reikninga fyrir kortanotkun og að hækka eyðsluheimildir á kortum óumbeðnir.

Yfirlýsingin frá Brown var send út þegar nákvæmlega áttatíu ár eru frá hruni hlutabréfamarkaða í Bandaríkjunum árið 1929, og er viðbrögð við fréttum af því að 0,4% samdráttur varð í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi 2009. Það þýðir að samdráttur hefur ekki verið jafnlengi samfellt síðan mælingar hófust í Bretlandi.

Heit mitt til ykkar er að að gera umbætur á fjármálageiranum að raunveruleika, og að sjá hagkerfi Bretlands fara að vaxa aftur um áramótin,” sagði Brown. Hann sagði að það væri ekkert annað en tilraun til sjálfsvígs að fara í viðamikinn niðurskurð á fjárlögum núna, eins og íhaldsmenn leggja til. ,,Þótt merki séu um aukna tiltrú á sumum sviðum, þá verðum við að fara varlega,” sagði hann.

Yfirlýsingu Browns má finna hér. Sagt er frá þessu á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert