Vísindamaður sakfelldur

Hwang Woo-suk.
Hwang Woo-suk. Reuters

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur sakfellt vísindamanninn Hwang Woo-suk  fyrir fjársvik en hann laug til um mikilvægar uppgötvanir á sviði stofnfrumurannsókna. Margir héldu að uppgötvanir vísindamannsins, sem er 56 ára, myndu leiða til lækninga við við ýmsum sjúkdómum, s.s. Alzheimer. 

Árið 2005 kom í ljós að niðurstöður rannsókna hans væru falsaðar. Ári síðar hófust réttarhöld yfir honum vegna fjársvika og fyrir að hafa þegið fé undir fölskum forsendum.

Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í þrjú ár. Ekki er búið að kveða upp dóm yfir Hwang.

Hann hélt því á sínum tíma að sér hefði tekist að einrækta hund. Það gerði hann að hetju í Suður-Kóreu þar til það kom í ljós að þetta var blekking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert