Hótar að svara að sjómannasið

Krónan hraðar endurreisn efnahagslífsins, að mati Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóra The ...
Krónan hraðar endurreisn efnahagslífsins, að mati Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóra The Daily Telegraph, mbl.is/Guðmundur Rúnar

Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri The Daily Telegraph, hótar því að svara „að sjómannasið“ þeim sem enn einu sinni líkja hruni íslensku krónunnar við stórslys í hans eyru. Evans-Prichard skrifaði pistil í blað sitt í tilefni þess að hætt verður að selja hamborgara undir merkjum McDonald's hér á landi.

Evans-Pritchard segir að Evrópuunnendur bendi á Ísland sem viðvörun um hvernig litlu opnu hagkerfi reiði af í ólgusjó alþjóðlegrar efnahagskreppu utan friðarhafnar evrópska myntbandalagsins (EMU). Þeir geri mikið úr ákvörðuninni um að loka McDonald's á Íslandi.

En Evans-Pritchard segir að Ísland muni bjarga sér án McDonald's. Hann bendir á að raunveruleg ástæða þess að veitingastaðirnir slitu tengslin við sérleyfiskeðjuna sé að samkeppnisstaða þeirra við aðra skyndibitastaði sem kaupi innlend aðföng hafi skekkst.  McDonald's hafi þurft að flytja aðföng inn frá Þýskalandi.

Hann vitnar raunar í ljúffengar kjötsamlokur sem seldar eru í miðbæ Reykjavíkur, og hann smakkaði í ágúst, máli sínu til sönnunar.

„Veika krónan er að gera nákvæmlega það sem hún ætti að gera,“ skrifar Evans-Pritchard. Útflutningur frá Íslandi sé  að rétta úr kútnum og vörur framleiddar á Íslandi séu að koma í stað innflutnings í stórum stíl.

Hann segir að höggvara áhrif krónunnar séu töfrum líkust. „Ef ég heyri enn einn segja að hrun íslensku krónunnar hafi verið stórslys, held ég að ég kýli hann,“ skrifar Evans-Pritchard í gamansömum tón.

Síðan bendir hann á að efnahagur Íslands sé að rétta hraðar úr sér en segja megi um efnahaginn á Írlandi, í Lettlandi og Litháen. Síðasttöldu löndin séu öll í viðjum fastgengis - innan eða utan evru. Hann telur að áhrif þessa komi enn betur í ljós á næstu tveimur árum.

Fréttin um lokun McDonald's veitingastaðanna hér á landi hefur flogið um heimsbyggðina. Í morgun mátti sjá á forsíðum margra vefmiðla sagt frá því að nú standi til að loka McDonald's á Íslandi.

mbl.is

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stimplar
...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...