Obama tók á móti föllnum hermönnum

Barack Obama leyfði fjölmiðlum að fylgjast með í nótt.
Barack Obama leyfði fjölmiðlum að fylgjast með í nótt. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti fylgdist með í nótt þegar lík hermanna, sem létust í Afganistan, voru flutt heim til Bandaríkjanna. Obama hefur enn ekki ákveðið sig hvort hann eigi að fjölga í herliði Bandaríkjanna í Afganistan.

Fjölmiðlar fengu að fylgjast með, sem er þvert á það sem forverar Obama í embætti hafa leyft. Obama yfirgaf Hvíta húsið rétt fyrir miðnætti að staðartíma tli að fylgjast með komu hermannanna, sem létust í þessari viku í Afganistan. 

Þetta er í fyrsta sinn sem Obama heimsækir herstöðina í Dover, en þangað eru nánast öll lík fallinna hermanna flutt. Heimsókn forsetans þykir mjög táknræn í ljósi þess að hann íhugi hún málin varðandi hernaðinn í Afganistan.

Að þessu sinni voru lík 15 hermanna og þriggja starfsmanna fíkniefnalögreglunnar, sem allir létust sl. mánudag, flutt heim. Ekki hafa fleiri fallið í herliði Bandaríkjanna í landinu í einum mánuði, þ.e. nú í október,  frá því átökin hófust fyrir átta árum. 

Obama ræddi við fjölskyldur hinna látnu í kapellu sem er á herstöðvarsvæðinu.

Barack Obama heilsar Manson Morris, yfirmanni herstöðvarinnar í Dover, er …
Barack Obama heilsar Manson Morris, yfirmanni herstöðvarinnar í Dover, er hann lenti í Delaware. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert