Sviss takmarkar notkun bóluefnis

Pandemrix er bóluefni gegn H1N1 inflúensunni.
Pandemrix er bóluefni gegn H1N1 inflúensunni. Reuters

Svissnesk stjórnvöld tilkynntu í dag, að þau hefðu ekki enn veitt leyfi til að nota bóluefnið Pandemrix frá breska lyfjaframleiðandanum GlaxoSmithKline til að bólusetja þungaðar konur, börn og fólk 60 ára og eldra við svínaflensu.

Svissneska lyfjastofnunin, Svissmedic, sagðist hafa fengið gögn um áhrif bóluefnisins á fullorðna en ekki á áhrif þess á þungaðar konur og litlar upplýsingar hefðu borist um áhrifin á börn. 

Af þessum ástæðum hefur Swissmedic því ekki enn heimilað notkun Pandemrix vegna þungaðra kvenna, barna 18 ára og yngri og fullorðins fólks yfir 60," segir í yfirlýsingu frá stofnuninni.

Swissmedic segir hins vegar, að annað tveggja bóluefna, sem svissneska lyfjafyrirtækið Novartis framleiðir, sé öruggt fyrir bæði börn og fullorðna. Um er að ræða bóluefni Focetria, sem evrópska lyfjastofnunin hafði áður lagt blessun sína yfir. Segist Swissmedic því mæla með því að Focetria sé notað til að bólusetja fullorðna og börn sex mánaða og eldri.

Stofnunin segir, að læknar verði síðan að vega og meta kosti þess og galla að bólusetja þungaðar konur.  

Swissmedic er enn að skoða annað bóluefni frá Novartis, sem nefnist Celtura.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert