Níu dæmdir til dauða í Kína

Dómstólar í Kína staðfestu í gær dauðadóm yfir níu sakborningum sem voru ákærðir fyrir að taka þátt í óeirðunum í Urumqi héraði í júlí. Rétturinn staðfesti einnig refsingu á hendur þrettán öðrum sakborningum. Ríkissjónvarpið sendi út frá réttarhöldunum eftir að dómurinn hafnaði áfrýjunarbeiðni sakborninganna. Ríkisfréttastofa Kína sagði að þeir hefðu m.a. verið sakaðir um morð, íkveikjur og líkamsmeiðingar, á meðan á óeirðunum í Urumqi stóð en talið er að um 200 manns hafi látið lífið vegna þeirra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert