Bandaríska þjóðin syrgir

Barack Obama varaði við því í dag að fólk hrapaði að ályktunum um hvað olli því að 39 ára gamall geðlæknir í hernum framdi fjöldamorð í Fort Hood herstöðinni og myrti 13 manns og særði aðra 30 í gær. 

Nidal Malik Hasan er geðlæknir og sérfræðingur í vígvallastreitu. Hann er múslimi og átti að senda hann til Afghanistan gegn vilja hans. Skömmu síðar gekk fyrrverandi starfsmaður berserksgang í skrifstofubyggingu í Orlando í Florida og skaut einn til bana og særði sex aðra áður en hann var handtekinn.

Menn veltu því fyrir sér í dag í Fort Hood herstöðinni hvort hinn meinti skotmaður Hasan hafi kiknað undan þeirri byrði að veita þúsundum stríðshrjáðra hermanna ráðgjöf, eða hvort hann var knúinn af dýpri sannfæringu.

Obama sagði að mikil rannsókn væri hafin. „Við þekkum ekki öll svörin enn og ég vil vara við því að menn hrapi að ályktunum áður en allar staðreyndir málsins eru þekktar,“ sagði forsetinn.

„Við vitum fyrir víst að fjölskyldur þeirra, vinir og öll þjóðin syrgir á þessari stundu mikilsvirta karla og konur sem urðu fyrir árásinni,“ sagði Obama.

Fáninn á Hvíta húsinu var dreginn í hálfa stöng til ...
Fáninn á Hvíta húsinu var dreginn í hálfa stöng til að minnast þeirra sem féllu í skotárásinni í Fort Hood. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur ,rústrauður eða beige 100% visa raðgreiðslur.
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauður eða beige 100% visa raðgreiðslur. ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...