Lesbía vígð biskup

Eva Brunne Stokkhólmsbiskup er lesbía og í staðfestri sambúð með …
Eva Brunne Stokkhólmsbiskup er lesbía og í staðfestri sambúð með konu.

Séra Eva Brunne, fyrsti biskup Svíþjóðar sem hefur yfirlýst samkynhneigð sinni, var vígð í embætti Stokkhólmsbiskups við vígsluathöfn í Uppsala í dag. Sænska kirkjan, sem er evangelísk lúthersk líkt og þjóðkirkjan, samþykkti hjónabönd samkynheigðra fyrir um mánuði.

Tvær konur voru vígðar til biskups í dómkirkjunni í Uppsala í dag. Auk Evu Brunne var Tuulikki Koivunen Bylund, dómprófastur í Uppsala, vígð biskup í Härnösand, að sögn Uppsala Nya Tidning.

Vígsla Evu Brunne hefur vakið athygli víða um heim. Hún er í staðfestri sambúð með annarri konu. Þær hafa sameiginlega forsjá yfir þriggja ára gömlu barni.

Sænska kirkjan, sem var þjóðkirkja til ársins 2000, studdi lagasetningu sænska þingsins um hjónabönd samkynhneigðra. Þau gengu í gildi 1. maí síðastliðinn. Sýnóda sænsku kirkjunnar samþykkti kirkjuvígslu samkynhneigðra í hjónaband 22. október síðastliðinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert