Þungmelt magainnihald

Tæplega voru íslenskar krónur í maga Perúmannsins sem gleypti fullt …
Tæplega voru íslenskar krónur í maga Perúmannsins sem gleypti fullt af járnhlutum.

Læknar í norðurhluta Perú fjarlægðu nærri eitt kíló af nöglum, smápeningum og brotajárni úr maga karlmanns. Læknarnir segjast aldrei hafa lent í neinu viðlíka við skurðarborðið.

„Sjúklingurinn kom með miklar magakvalir. Við rannsókn sáum við mörg hundruð nagla í maganum á honum,“ sagði Carlos Delgado, skurðlæknir við sjúkrahúsið í Cajamarca.

Requelme Abanto Alvarado var lagður inn síðastliðinn föstudag. Skurðaðgerðin tók um tvær klukkustundir. Í henni voru fjarlægð um 900 grömm af nöglum, smápeningum, brotajárni og einn lítill hnífur. 

„Ég hef aldrei séð neitt viðlíka þessu,“ sagði skurðlæknirinn. „Ég hef skoruð upp marga sjúklinga en svo margir hlutir í einum maga er í raun stórkostlegt.“

Delgado sagði að ástand Alvarado væri stöðugt eftir aðgerðina. Geðlæknar kanna nú andlega heilsu hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert