Engin bindandi takmörk á losun

Reykjarbólstrar frá iðnveri í Shenyang í norðaustanverðu Kína.
Reykjarbólstrar frá iðnveri í Shenyang í norðaustanverðu Kína. Reuters

Ekki mun takast á semja á væntanlegum loftslagsfundi í Kaupmannahöfn um bindandi takmörk á losun koldíoxíðs, eins og stefnt var að. Leiðtogar APEC, Efnahagssamtaka ríkja við Kyrrahaf um helgina felldu niður ákvæði sem var í drögum að lokayfirlýsingu um að minnka losun um helming fyrir 2050.

 Fundur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál verður í desember og var stefnt að því að taka þar upp þráðinn frá því Kyoto-sáttmálinn gegn losun gróðurhúsaloftegunda var samþykktur. Bandaríkjamenn hafa neitað að samþykkja bindandi takmörkun nema Kína, Indland og önnur þriðjaheimsríki, sem losa mikið af efninu í andrúmsloftið, taki þátt í aðgerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert