17.000 börn deyja daglega úr hungri

Stúlka í Kenýa borðar korn sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur …
Stúlka í Kenýa borðar korn sem Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur dreift þar. Reuters

Yfir 1 milljarður manna sveltur og sex milljónir barna deyja úr hungri árlega. Það þýðir að 17 þúsund börn deyja daglega úr hungri eða eitt barn á 5 sekúndna fresti. Þetta kom fram í máli Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á leiðtogafundi um fæðuöryggi, sem stendyr yfir í Róm á Ítalíu.

Á fundinum samþykktu leiðtogar yfir 60 ríkja yfirlýsingu þar sem þeir ítreka að leggja sitt að mörkum til að útrýma hungri. Það á að gera með því að auka fjárfestingu, auka fjárframlög til landbúnaðar og takast á við áhrif hlýnunar andrúmsloftsins á matvælaframleiðslu. 

Ban sagði, að grípa yrði strax til aðgerða þar sem útlit væri fyrir að árið 2050 verði jarðarbúar orðnir 9,1 milljarður að tölu, 2 milljörðum fleiri en nú.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert