Pílagrímar í Sádi-Arabíu hafa látist úr svínaflensu

Þátttakendur í hajj hátíð múslima í nágrenni Mekka í Sádi-Arabíu …
Þátttakendur í hajj hátíð múslima í nágrenni Mekka í Sádi-Arabíu á síðasta ári. AP

Fjórir pílagrímar hafa látist í Sádi-Arabíu af völdum svínaflensu en þangað flykkjast nú milljónir múslima til að taka þátt í árlegri trúarhátíð í Mekka, sem nefnd er hajj.

Að sögn heilbrigðisráðuneytis Sádi-Arabíu hafa tveir karlmenn, annar frá Súdan og hinn frá Indlandi, látist og einnig kona frá Marokkó og 17 ára gömul stúlka frá Nígeríu.

Ráðuneytið segir, að fólkið hafi ekki gert þær varúðarráðstafanir, sem mælt er með að pílagrímar grípi til áður en þeir ferðast til Mekka, þar á meðal að láta bólusetja sig gegn svínaflensunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert