Gull að verða uppurið

Gullnámur heimsins eru að verða þurrausnar að sögn námafyrirtækja.
Gullnámur heimsins eru að verða þurrausnar að sögn námafyrirtækja. Reuters

Gull er að verða uppurið að sögn námamanna. Þeir spá samdrætti í gullvinnslu, þrátt fyrir svolitla uppsveiflu á þessu ári og gullverð í hæstu hæðum. Gullnámurnar séu þurrausnar og leit að nýjum beri ekki árangur. 

Omar Jabara, talsmaður Newmont Mining sem er næst stærst  gullnámafyrirtækja í heiminum, segir árið 2009 sé undantekning frá reglunni.

Vincent Borg, talsmaður Barrick Gold sem er stærsta gullnámafyrirtæki í heimi, segir að dregið hafi úr gullvinnslu allt frá árinu 2001. Gullframleiðsla hafi minnkað úr um 85 milljónum únsa á ári í um 75 milljón únsur. Hann segir að gullframleiðsla dragist saman um sem nemi einni milljón únsa á ári. Þeir spái áframhaldandi samdrætti, þrátt fyrir hækkandi gullverð.

Suður-Afríka var á sínum tímaí fremstu röð gullnámalanda heimsins. Þar hefur gullvinnsla dregist saman sem samsvarar um 9,3% ár frá ári  síðasta aldarfjórðunginn.

Gullnámafyrirtækin segir að þótt þeim takist að auka gullvinnslu tímabundið þá sé langtímaþróunin niður á við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert