Jólagleðin yfirtekur Þýskaland

Þjóðverjar hófu í dag niðurtalningu til jóla með opnun hinna árlegu jólamarkaða og virðast þeir algjörlega ónæmir fyrir efnahagsástandinu. Ljósadýrðin og kaupgleðin er við völd á torgum þar sem Þjóðverjar og ferðamenn í bland njóta þess að gleyma sér í jólatilhlökkuninni.

Æ fleiri ferðamenn flykkjast til Þýskalands með hverju árinu fyrir jólin og hefur gistinóttum fjölgað úr 11 milljónum í 18 milljónir frá árinu 2003. Í Berlínarborg einni eru yfir 60 jólamarkaðir sem hver og einn er rekin sem sjálfstæð eining, svo erfitt er að áætla hver heildaráhrif þeirra eru á efnahaginn. Það er hinsvegar alveg ljóst að drungi kreppunnar er víðsfjarri á torgum Þýskalands því jólamarkaðarnir hafa stækkað ef eitthvað er.  Margir verslunarmannanna sem setja þar upp bása segjast þéna nóg um jólin til að það endist þeim út árið, fram að næstu aðventu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert