Ofurhvirfilbylur á Kyrrahafi

Myndin var tekin úr Aqua gervihnetti NASA í gær. Auga …
Myndin var tekin úr Aqua gervihnetti NASA í gær. Auga fellibylsins sést greinilega. NASA

Ofurhvirfilbylurinn Nida geisar nú á Kyrrahafi. Hann var í gær orðinn af stærðargráðu 5 á Saffir-Simpson kvarða. Stöðugur vindur var þá nærri 77 m/s og vindhviður náðu allt að 92 m/s hraða. Vindstyrkur fellibyls nær um 73 km út frá miðju hvirfilbylsins.

Í gær var hvirfilbylurinn Nida um 250 km vestsuðvestur af eynni Guam. Hann færðist með 24 km/klst hraða til norðvesturs. Vindurinn olli nærri 14 metra ölduhæð á hafinu. Ekki er talin hætta á að þessi ofursterki hvirfilbylur gangi neins staðar á land. 

Veðurfræðingar telja að hvirfilbylurinn geti eflst enn meira þegar hann fer yfir mjög hlýtt hafsvæði á næstu dögum. Talið er að Nida geysi yfir opnu hafi næstu fimm daga og taki svo að hjaðna þegar hann fer fjarri ströndum eyjarinnar Iwo Two á mánudaginn kemur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert