Táningsstúlka húðstrýkt opinberlega

Sextán ára súdönsk stúlka hlaut nýverið fimmtíu vandarhögg í refsingu fyrir að vera í of stuttu pilsi. Lögmaður stúlkunnar hyggst fara í mál við lögreglu og dómara málsins þar sem hún er undir lögaldri, fékk ekki að hafa samband við foreldra sína og er ekki Íslamstrúar.

Stúlkan var handtekin fyrr í mánuðinum í borginni Khartoum. Pils hennar náið niður að hnjám sem lögreglumönnum þótti óviðeigandi. Dómari var þeim sammála og dæmdi stúlkuna til húðstrýkingar 21. nóvember sl. Stúlkan þurfti að taka út refsingu sína samstundis og þoldi hún fimmtíu vandarhögg á þrjátíu mínútum.

Til samanburðar má nefna að knattspyrnumaðurinn Stephen Worgu, sem er frægur í Súdan, var gert að þola fjörutíu vandarhögg fyrir að aka bifreið sinni undir áhrifum áfengis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert