Ítalskir hægrimenn hrósa Sviss

Andstæðingut tillögunnar sem samþykkt var með eftirlíkingu af bænaturni á …
Andstæðingut tillögunnar sem samþykkt var með eftirlíkingu af bænaturni á höf'ðinu á mótmælafundi á Helvetiaplatz í Zürich í kvöld. Reuters

Hægrimenn á Ítalíu fögnuðu í dag úrslitunum í þjóðaratkvæðinu í Sviss þar sem samþykkt var bann við að múslímar í landinu reistu bænaturna við moskur sínar. Roberto Calderoli, ráðherra umbóta í stjórnsýslu, sagði Svisslendinga hafa sent skýr skilaboð, þeir vildu klukkuturna en ekki bænaturna.

Calderoni er í Norðursambandinu á Ítalíu, flokki sem er mjög andvígur innflytjendum frá þriðja heiminum. ,,Svissneska þjóðin virðist hafa valið annars vegar virðingu fyrir trúarbrögðum og hins vegar þörfina á að hægja á pólitískum áróðri sem tengist íslam," sagðí ráðherrann.

"Því miður berum við á Ítalíu það ekki undir þjóðina hvað henni finnist um moskur og miðstöðvar fyrir íslam," sagði Matteo Salvini, hægrisinnaður þingmaður og flokksbróðir Silvios Berlusconis forsætisráðherra.

 Fjórar moskur í Sviss eru með bænaturna, öðru nafni mínarettur, en fleri verða ekki leyfðir. Amnesty International og fleiri samtök telja að samþykktin í Sviss merki brot á mannréttindum múslíma í Sviss.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert