Rændu stóru olíuflutningaskipi

Sjóræningjar hafa nú 11 skip og 264 sjómenn í haldi. …
Sjóræningjar hafa nú 11 skip og 264 sjómenn í haldi. Mynd úr safni. Reuters

Sómalskir sjóræningjar hafa rænt stóru flutningaskipi sem var að flytja olíu til Bandaríkjanna. Skipið, sem er í eigu gríska fyrirtækisins Maran Centaurus, var rænt í gær um 1300 km undan strönd Sómalíu.

Skipið vegur um 300.000 tonn og er talið það stærsta sem sjóræningjar hafa náð á sitt vald. Alls eru 28 í áhöfn skipsins.

Sjóræningjar hafa gert fjölmargar árásir á skip við strendur Sómalíu og hefur alþjóðasamfélagið sent sjóheri á svæðið til að berjast gegn þeim.

Talsmaður grísku landhelgisgæslunnar sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að um níu vopnaðir sjóræningjar hefðu ráðist á skipið skammt frá Seychelles-eyjum.

Skipið var að sigla frá Jeddah í Sádi-Arabíu til New Orleans í Bandaríkjunum. Það hefur nú tekið stefnuna til Sómalíu, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert