Svisslendingar sæta harðri gagnrýni

Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna byggingu fleiri bænaturna múslíma, ...
Svisslendingar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að banna byggingu fleiri bænaturna múslíma, mínaretta, í landinu Reuters

Trúarleiðtogar víðsvegar um heiminn hafa gagnrýnt niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss í gær þar sem bann var lagt við byggingu fleiri bænaturna múslíma, mínaretta, í landinu. Meðal annars hefur páfagarður fordæmt niðurstöðuna og segir í tilkynningu frá páfagarði að þetta sé atlaga gegn trúfrelsi í heiminum. Í svipaðan streng hafa ýmsir stjórnmálamenn tekið.

Forsætisráðherra Frakklands, Bernard Kouchner, segir niðurstöðuna vera vitnisburð um umburðarleysi og endurskoða ætti niðurstöðuna. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir niðurstöðuna sýna fordóma og efast um að mál sem þessi eigi að bera undir þjóðaratkvæði.

Stjórnvöld í Sviss óttast hver áhrifin verða af banninu en talið er líklegt að útlendum ferðamönnum muni fækka umtalsvert. 

Svisslendingar samþykktu óvænt bannið í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær og hlaut tillaga þess efnis um 57,5% atkvæða. Var það Svissneski þjóðarflokkurinn (SVP), stærsta stjórnmálafylking landsins, sem lagði hana fram en SVP er hægriflokkur.


mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...