Tvö ný tilfelli stökkbreytingar

Bólusetning gegn svínaflensunni er talin hafa dregið úr útbreiðslu inflúensunnar …
Bólusetning gegn svínaflensunni er talin hafa dregið úr útbreiðslu inflúensunnar hér. Ómar Óskarsson

Tvö ný tilfelli af stökkbreyttri svínainflúensuveiru hafa fundist í Noregi. Þá hafa alls fundist fimm tilvik svonefndrar norskrar stökkbreytingar veirunnar. Engin tengsl eru þekkt á milli sjúklinganna tveggja sem greindust nú síðast né heldur við þá þrjá sem greindust á undan, að sögn Aftenposten.

Bjørn Iversen, yfirlæknir hjá norsku lýðheilsustofnuninni, segir þetta benda til þess að um tilviljanakennd tilvik sé að ræða. Stökkbreytta veiran hafi ekki dreift sér heldur stökkbreyst í einstaklingunum sem um ræðir.

Hann benti á að ekki sé búið að greina endanlega nýjustu tvö tilvikin um stökkbreytingar, frumgreining bendi þó til að um hliðstæða stökkbreytingu sé að ræða. Stökkbreytta veiran virðist geta grafið um sig í lungunum og valdið lungnabólgu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert