Hóta að myrða tugi gísla

Nokkrir gíslanna á Filippseyjum.
Nokkrir gíslanna á Filippseyjum. Reuters

Vopnaður hópur á Filippseyjum hefur hótað að myrða tugi manna sem hann hefur haldið í gíslingu í tvo daga. Hundruð her- og lögreglumanna hafa umkringt fylgsni mannræningjanna á Mindanao.

Yfirvöld segja að mannræningjarnir krefjist þess meðal annars að handtökutilskipanir og ákærur á hendur þeim verði felldar niður. Hópurinn hafi verið ákærður fyrir morð og fleiri glæpi.

Hópurinn rændi alls 75 manns úr skóla og nálægum húsum í þorpi nálægt Prosperidad, höfuðstað héraðsins Agusan del Sur. Átján gíslanna, þeirra á meðal sautján börnum, var sleppt átta klukkustundum síðar.

Hópurinn sleppti síðar tíu gíslum til viðbótar og 47 eru enn í gíslingu, flestir þeirra bændur og aðrir íbúar þorpsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert