80% minnkun á losun fyrir 2050

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. AP

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hyggst í ræðu í dag kynna hugmyndir þess efnis að iðnríki heims minnki losun gróðurhúsalofttegunda um allt að 80% fyrir árið 2050, samanborið við 1990. Hann telur þetta nauðsynlegt eigi að vera hægt að stemma stigu við loftlagsbreytingum í heiminum. Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Jyllands-Posten í dag.

Ræðuna mun forsætisráðherrann halda á Bright Green Expo sýningu Samtaka iðnaðarins í Danmörku sem fram fer í Kaupmannahöfn.

Í ræðu sinni segir Rasmussen að tillögur um 80% samdrátt séu róttækar og munu krefjast mikillar skipulagningar. Hann telur þó að hægt sé að draga svo mikið saman í losun án þess að það hafi neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa landanna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert