Sló Berlusconi

Berlusconi blóðugur í framan eftir árásina.
Berlusconi blóðugur í framan eftir árásina. Reuters

Ungur karlmaður var handtekinn á Ítalíu í dag eftir að hann sló til Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, á fundi í Mílanó. Ítalska fréttastofan ANSA hafði eftir sjónarvottum, að forsætisráðherrann hefði hnigið niður eftir árásina en aðstoðarmenn hans fylgdu honum inn í bíl og óku á brott.

Berlusconi var blóðugur í framan og var honum ekið á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.

Í upphafi fundarins voru hróp gerð að Berlusconi en um 10 mann hópur hrópaði og flautaði þegar hann hóf mál sitt. Þá var hækkað í hátalarakerfinu þannig að Berlusconi yfirgnæfði mótmælendurna en skömmu síðar brutust út átök milli öryggisvarða og mótmælenda.

Berlusconi hefur sætt vaxandi gagnrýni á Ítalíu af ýmsum ástæðum, m.a. vegna uppljóstrana um skrautlegt einkalíf hans. Þá komu nýlega fram ásakanir um að hann tengdist ítölsku mafíunni en hann vísaði því á bug á föstudag og sagði að fullyrðingar uppljóstrara úr röðum mafíunnar um þetta væri farsakenndar.

Þá sagðist Berlusconi ekki ætla að boða til kosninga á næstunni. Hann tók við embætti forsætisráðherra í þriðja skipti í maí á síðasta ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert