Enn er mótmælt í Danmörku

Mótmælendur frá Oxfam í gervi ísbjarna í Bella Center í …
Mótmælendur frá Oxfam í gervi ísbjarna í Bella Center í morgun. Reuters

Talið er að um 1500 manns taki nú þátt í mótmælagöngu, sem farin er gegnum miðborg Kaupmannahafnar í átt að varnarmálaráðuneytinu. Allt hefur farið friðsamlega fram en lögregla fylgist grannt með. Yfir 1300 manns voru handtekin í borginni um helgina í tengslum við mótmælaaðgerðir.

Lögreglan stöðvaði í gær mótmælagöngu á Austurbrú á þeirri forsendu, að mótmælendurnir væru að leyna vopnum og grjóti í lokuðum bíl, sem fylgdi göngunni. Fyrir göngunni fer opinn bíll með hátalarakerfi þar sem engu er leynt.  

Göngunni á að ljúka við varnarmálaráðuneytið en göngumenn telja, að hlýnun andrúmsloftsins stafi af græðgi og stríðsrekstri kapítalískra ríkja. Þá telja þeir einnig, að afnema eigi öll landamæri milli ríkja.

Mótmælaganga í Kaupmannahöfn í dag.
Mótmælaganga í Kaupmannahöfn í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert