Uppnám á loftslagsráðstefnu

Fundargestir á loftslagsráðstefnunni í dag.
Fundargestir á loftslagsráðstefnunni í dag. Reuters

Uppnám varð í dag á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn þegar fulltrúar þróunarríkja gengu út af fundum vinnuhópa og Kínverjar sökuðu vesturveldin um að beita brögðum.

Þróunarríkin segja, að þróuðu ríkin verði að standa við þær skuldbindingar, sem þau undirgengist í Kyoto-sáttmálanum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2012.

Þá segja sendimenn, að greinileg spenna hafi komið fram á fundi umhverfisráðherra 50 ríkja í gær milli Bandaríkjamanna og Kínverja.  Eru Kínverjar sagðir hafa gefið í skyn, að þeir muni ekki taka þátt í því með vesturveldunum að fjármagna baráttu  þróunarríkja gegn gróðurhúsaáhrifum.

Gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki um næstu helgi. Von er á leiðtogum allt að 120 ríkja til Kaupmannahafnar á lokasprettinum. Reynt verður að koma í veg fyrir, að ráðstefnunni ljúki án nokkurrar niðurstöðu  eins og gerðist á loftslagsráðstefnu í Haag árið 2000.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert