Kylfum beitt í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn beitti kylfum til að dreifa mannfjölda sem mótmælti utan við Bella Center þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin.

Lögregla greip til aðgerða þegar hópur mótmælenda reyndi að komast inn á afgirt svæði við Bella Center. Talið er að um 2000 manns hafi safnast saman utan við ráðstefnumiðstöðuna. Þegar þeir reyndu að þrengja sér gegnum raðir lögreglu beitti i hún kylfum og piparúða.

Að sögn Berlingske Tidende hafa margir mótmælendur hlotið einhver meiðsli í átökunum.  

Lögregla hefur afskipti af mótmælendum í Kaupmannahöfn í morgun.
Lögregla hefur afskipti af mótmælendum í Kaupmannahöfn í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert