Rasmussen stoltur af framlagi Dana

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Reuters

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að Danir geti verið stoltir af því að hafa átt þátt í að tryggja að samkomulag næðist á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn.

„Framlag okkar skipti máli. Danir geta verið stoltir af sjálfum sér fyrir að hafa reist sögulega brú á milli ólíkra hópa við samningaviðræðurnar,“ sagði Rasmussen við dönsku fréttastofuna Ritzau.

„Ég held að þið getið ekki fundið annað dæmi í sögunni þar sem þú sérð leiðtoga Bandaríkjanna, Brasilíu, Suður-Afríku og Indands ásamt leiðtogum frá Evrópu og litlum eyjaþjóðum, sem stafar ógn af hlýnun jarðar, í sama herbergi,“ segir ráðherrann.

Rasmussen hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ráðmennsku sína á loftslagsráðstefnunni, sem lýkur í dag eftir að Bandaríkin náði samkomulagi við Kína og önnur lykilríki varðandi losun gróðurhúsalofttegunda.

Danski forsætisráðherrann segir að það sé óraunhæft að búast við því að Danir gætu einhliða lagt kynnt niðurstöðu. „Ég get ekki sagt við Kínverja eða Bandaríkjamenn: „Gerðu þetta eða hitt,““ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert