Annar írskur biskup segir af sér

Biskupinn James Moriarty.
Biskupinn James Moriarty.

Annar írskur biskup hefur sagt af sér vegna upplýsinga sem koma fram í  skýrslu þar sem segir að kaþólskir kirkjuleiðtogar hafi hylmt yfir misnotkun á börnum.

James Moriarty, biskup í Kildare, greindi frá því að hann hefði afhent Benedikt páfa uppsögn sína í gær. 

Þrátt fyrir að hafa haldið því ítrekað fram að hann ætti ekki að segja af sér hefur Moritarty viðurkennt að hann hefði átt grípa til aðgerða gagnvart kirkjunni fyrir það hvernig hún tók á prestum sem misnotuðu börn.

„Ég veit að athafnir mínar koma ekki í veg fyrir þær þjáningar sem fólk hefur þurft að þola,“ segir hann.

„Ég vil aftur biðja fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra afsökunar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert