Chavez æfur út í Toyota

Frá Toyota-sýningu í Japan í sumar.
Frá Toyota-sýningu í Japan í sumar. Reuters

Húgo Chavez, forseti Venesúela, er nú æfur út í japönsku bílaverksmiðjuna Toyota sem hann sakar um að smíða ekki nógu góða bíla með fjórhjóladrif fyrir vegi í fátækum og afskekktum hlutum Venesúela.

Chavez hótar nú að banna innflutning á Toyota-bílum og hleypa þess í stað kínverskum bílaverksmiðjum inn á markaðinn. Hann sagði ennfremur í ræðu í vikunni að hann myndi ekki hika við að leggja hald á verksmiðjur annarra bílaframleiðenda í Asíu eða Bandaríkjunum í landinu ef fyrirtækin yrðu ekki samvinnuþýð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert