Hert eftirlit gæti skaðað flugfélög

Talið er að auknar öryggisráðstafanir á bandarískum flugvöllum, í kjölfar tilraunar til að sprengja bandaríska farþegaþotu í loft upp á jóladag, geti dregið úr flugáhuga fólks. Það muni koma illa við flugfélög, sem mörg hver eru að jafna sig eftir mikinn taprekstur. Þessu halda sumir sérfræðingar fram.

Fram kemur á fréttavef Reuters að flugfarþegar hafi nú þegar fundið fyrir auknu eftirliti á flugvöllum, en á jóladag reyndi nígerískur karlmaður að sprengja flugvél Northwest Airlines sem var búa sig til lendingar í Detroit. Vélin var að koma frá Amsterdam.

Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna sagði að eftirlit yrði aukið á flugvöllum í landinu eftir atvikið. Þá hefur það bent farþegum á að þeir mættu eiga von á aukinni leit. T.d. megi fólk búast við að sjá hunda, sem eru sérþjálfaðir til sprengjuleitar, auk sem sérstaklega verði fylgst með atferli fólks.

Aukið öryggi og eftirlit á þó ekki einvörðungu við bandaríska flugvelli, en búið er að herða eftirlit á Keflavíkurflugvelli vegna málsins.

Fram kemur á vef Reuters að farþegar megi búast við líkamsleit eða jafnvel að þeir megi ekki hafa neitt í fanginu klukkustund fyrir lendingu.

Þeir sem hyggjast fljúga munu mögulega hætta við eða ferðast …
Þeir sem hyggjast fljúga munu mögulega hætta við eða ferðast með öðrum hætti standi þeir frammi fyrir miklum töfum eða bið. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert