Segir stjórnarandstæðinga óvini Guðs

Íranar við trúariðkanir.
Íranar við trúariðkanir. Reuters

Íranskur klerkur segir, að leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu séu óvinir Guðs og eigi skilið að deyja samkvæmt sharialögum strangtrúaðra múslima.

„Leiðtogar andófsins eru óvinir Guðs," hafði Fars fréttastofan eftir klerkinum Abbas Vaez Tabasi, sem er áhrifamikill í klerkastjórn landsins og sérstakur fulltrúi Ali Khamenei, erkiklekrs í Khorasanhéraði.

„Samkvæmt okkar lögum er refsing slíkra manna skýr og þeir verða meðhöndlaðir í samræmi við þau," sagði hann.

Þetta er afdráttarlausasta yfirlýsing, sem írönsk stjórnvöld hafa gefið um leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem hefur hafnað að viðurkenna úrslit forsetakosninga í júní þar sem Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert